Google þróar Android snjallgleraugu

Google tilkynnti á dögunum um áform sín um að fyrirtækið væri að þróa sérstök snjallgleraugu sem munu byggja á hinu vinsæla Android stýrikerfi. Gleraugun munu virka á svipaðan hátt og hinn hefbundni snjallsími. Þau eru samt sem áður hönnuð með það markmið að bæta við veruleika okkar og gefa okkur endalausar upplýsingar um umhverfið. Gleraugun munu styðjast við 3G og 4G farnetsþjónustu og geta þau birt upplýsingar um nánast allt sem notandinn vill, hvort sem það er nálæg verslun, lestarkerfi eða bók sem notandinn skoðar.
Samkvæmt Google er nánast ekkert sem gleraugun geta ekki gert og verða þau án efa vinsæl viðbót við tækjasafn hins almenna borgara. Hins vegar er Google ekki enn búið að gefa út hvenær snjallgleraugun fara í almenna sölu en þróunin er enn sem komið er á byrjunarstigi.
Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir