Heimanáms smáforrit - myHomework

MYND www.myhomeworkapp.com

Það eru ekki allir sem nýta alla möguleika snjallsíma síns. Margar ástæður eru fyrir því, mörgum finnst óþægilegt að nota hina ýmsu möguleika símans eins og dagbók og minnisblöð. Aðrir vita ekki af möguleikum símans eða hafa ekki leitast eftir því að nýta snjallsímann út í ystu æsar.

Eitt smáforrit (e. App) er einstaklega gott fyrir nemendur, sérstaklega þá sem gleyma alltaf að læra heima og nenna ekki að burðast með skóladagbók ofan á allar hinar bækurnar og lesa næstum aldrei kennsluáætlunina. Það er smáforrit sem er skóladagbók. Þar er hægt að vista allan þann lestur, verkefni og próf sem þú þarft að leysa. Ásamt því að þú getur sett inn alla tímana sem þú þarft að mæta í og stofur. Þetta er smáforritið myHomework.

Smáforritið virkar fyrir Android, Apple, Windows, Amazon og sem framlengin fyrir vafran Chrome. Ásamt því að geta loggað sig inn á það í gegnum hvaðmyHomeworka tölvu í hvaða vafra sem er í gegnum heimasíðuna þeirra.

Það er mjög einfalt í notkun. Það er smá vinna í byrjun hverrar annar að setja allt inn í smáforritið, en eftir það gleymirðu aldrei heimavinnu. Nema þú setjir inn óvart vittlausar dagsetingar á skiladaga.

Hvernig virkar þetta. Þú færð kennsluáætlun og þú sest niður í tölvunni og stimplar inn alla tíma og skiladaga og það sem þú þarft að lesa. Hver áfangi sem þú bæti við velur þú sérstakan lit fyrir. Þú velur hvort þú viljir fá tilkynningar um að þú þurfir að læra heima eða það sé að koma próf. Síðan ferðu í appið í símanum og þar er allt komið. Allt heimanám vetrarins. Það er hægt að hafa búnað (e. Widget) á heimaskjánum þar sem er yfirlit yfir næstu nokkur heimaverkefni. Svo þegar þú ert búinn með viðkomandi verkefni þá merkiru það lokið.

Að vísu eru margir skólar út í heimi með aðgang að þessu. Þá setja kennarar inn kennsluáætlun og heimaverkefni fyrir viðkomandi áfanga. Nemandi getur síðan leitað af áfanganum og þannig kemur allt efni vetrarins og ef kennarinn breytir einhverju sjálkrafa inn í appið.

Stórsniðugt app fyrir þá sem vilja halda góðu skipulagi á heimanáminu. Einfalt í notkun og gott að geta komist að því í hvaða nettengdu græju sem maður heldur á. Hægt er að náglast appið á www.myhomeworkapp.com

 

 

myHomework

myHomeworkmyHomework


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir