Flýtilyklar
Lausn í flugvallardeilunni?
Mynd: gizmag
Í fréttum síðustu mánaða hefur mikið verið rætt um stöðu Reykjavíkurflugvallar og staðsetningu hans í Vatnsmýrinni.
Kosningar fóru fram í Reykjavík árið 2001 þar sem naumur meirihluti borgarbúa vildi að flugvöllurinn flytti sig annað fyrir árið
2016.
Borgaryfirvöld hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að ráðstafa landi innan borgarmarka, þar með talið Vatnsmýrina, og hafa unnið
samviskusamlega að borgarskipulagi í samræmi niðurstöðu kosninganna 2001. Deila má þó um hversu öruggt það er að hafa
spítala í mikilli fjarlægð frá íbúum landbyggðarinnar.Vissulega er það rétt að hvorki Osló né Stokkhólmur hafa innanlandsflugvöll í miðbænum en í hvorug þessara borga hefur einu slysadeildina í landinu líkt og staðan er á Íslandi. Einnig vekur þetta upp spurningar um hversu hátt skatthlutfall fer frá landbyggðinni til


Hugmyndin er þá að gefa höfuðborgarbúum pláss til að byggja fleiri kynfæralagaðar verslunarmiðstöðvar, kaffihús eða hvaðeina sem þeim dettur í hug. En á sama tíma tryggja greiðan aðgang okkar á landsbyggðinni að þjónustu. Flugbrautirnar sjálfar myndu hverfa á braut en flugvallarsvæðið yrði á milli Háskólans í Reykjavík og Skerjafjarðar. Landgöngubrú út í Nauthólsvíkina þar sem sjóflugvélarnar færu á loft. Þetta mætti gera í nokkrum áföngum sem gæti endað með flugpöllum á Skerjunum fyrir utan Álftanes, það þarf enginn að segja mér að höfuðborgarbúum dreymi ekki um jarðgöng frá Hafnarfirði í miðbæinn.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir