Michio Kaku svara spurninginni „Hversu líklegt er það að mannkynið muni tortíma sér?“

Michio Kaku

Önnur þeirra stefnir að fyrsta stigs samfélagi, plánetusamfélagi (e. planetary civilization). Annars stigs samfélög eru samfélög sem nota svo mikla orku að þau geta leikið sér með stjörnur, eitthvað sem líkist „The Federation of Planets“ í Star Trek. Svo erum við með þriðja stigs samfélög sem eru af vetrarbrautar (e. galactic) skala, eins og Borgfólkið (e. The Borg) í Star Trek, í bíómyndinni Lýðveldisdeginum (e. The Independence Day) eða Alheimsveldið (e. The Empire) í Stjörnustríðs myndunum (e. Star Wars). Þegar þú kemst að öðru stigs samfélagi ertu ódauðleg/ur, en vísindi geta eytt öllum ógnum, halastjörnur, loftsteina, jarðskjálfta, og jafnvel sprengistjörnur. Hættan er fólgin í þessari breytingu frá núllta stigs samfélagi yfir í fyrsta stigs. Þar erum við staðsett í dag, við erum núllta stigs samfélag. Við sækjum okkar orku frá dauðum plöntum, olíu og kolum. En ef þú sækir vasareikni geturu fundið út hvenær við munum áorka okkur fyrsta stigs stöðu og svarið er um 100 ár þangað til að við verðum að plánetusamfélagi. Þá munum við getað beislað alla orkuframleiðslu jarðarinnar, leikið okkur með veðrið, jarðskjálfta, allt sem við kemur plánetunni.

Hættutímabilið er núna. Við sjáum enn villimennsku, þessa ástríðu, bókstafstrú og þess lags hugmyndafræði í gangi. En svo höfum við líka kjarnorkuvopn, efnavopn, lífefnavopn, öll sem mögulega getað þurrkað líf af jörðu.

Þannig að til staðar eru tvær stefnur: önnur þeirra miðar að fjölmenningu, vísindalegu, og umburðarfullu samfélagi. Alls staðar má finna leyfar af þessari hugmyndafræði. Eins og internetið, Michio lítur á það sem fyrsta stigs símakerfi. Enska er byrjunin að fyrsta stigs tungumáli en það er tungumál vísinda, viðskipta og virkar á milli landa. Evrópubandalagið er byrjunin að fyrsta stigs hagkerfi. Fyrsta stigs menningin samanstendur af tónlist eins og rokk og rapp, hátísku og íþrótta eins og ólympíuleikanna.

Hin stefnan samanstendur af hinu gagnstæða. Hryðjuverk endurspegla aðferðir gegn þróun fyrsta stigs samfélags, en þá er verið að ota fram trúarbrögðum og einhliða menningu.

Hvor þessara stefna mun sigra er enn óvitað, en vonin er sú að við munum getað risið upp sem fyrsta stigs samfélag.   

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir