Mjólk slæm fyrir miðaldra fólk?

Mjólk hefur löngum verið talin góð fyrir beinin

Mjólk er góð fyrir mig og þig, söng hann Dreitill litli eftirminnilega í auglýsingunum frá Mjólkursamsölunni. Þá minnti hann einnig íslensku börnin á að drekka tvö glös á dag því mjólkin gerði tennurnar og beinin sterkari. En er mjólk holl fram eftir aldri? Samlandar okkar í Svíþjóð vilja meina að svo sé ekki og grafa undan fjölmörgum rannsóknum og áralöngum hollustu boðskap. En í nýlegri rannsókn um mjólkurinntöku og áhættuþætti tengda henni hvað varðar dánartíðni og beinbrot hjá konum og körlum. Rannsóknin birtist í Brit­ish Medical Journal fyrr í vikunni en samkvæmt henni á fólk á miðjum aldri ekki að drekka mjólk og þá sérstaklega konur.

Rannsóknin náði yfir 20 ára tímabil og taldi yfir hundrað og fimm þúsund þátttakendur. Þar af voru rúmlega 60 þúsund kon­ur á aldr­in­um 39-74 ára og 45 þúsund karlar á aldrinum 45-79 ára.

Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að regluleg mjólkurdrykkja einstaklinga hækkaði líkur á því að að þeir myndu deyja af völdum hjartasjúkdóma og krabbameins. Þá voru konur tvöfalt líklegri en karlar til þess að deyja úr hjartasjúkdómum tengdum mjólkurdrykkju. Beinbrotatíðni hjá konum sem drukku mikið af mjólk var einnig mun algengari heldur en hjá konum sem drukku hana í minna magni.

Samkvæmt Karl Michaels­son, pró­fess­or og einum af höf­und­um rannsóknarinnar þá voru „kon­ur sem drekka þrjú glös af mjólk á dag í 90% meiri hættu á dauða, 60% meiri hættu á mjaðmagrind­ar­broti og 15% meiri hættu á bein­broti miðað við þær sem drukku minna en eitt glas“.

Lýðheilsu­stofn­un Svíþjóðar mun þó ekki koma til með að breyta nær­ing­ar­ráðlegg­ing­um sín­um í ljósi niðurstaðna rannsóknar og höfundar hennar mæla gegn því þar til frekari rannsóknir verða framkvæmdar.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir