Flýtilyklar
Nýtt smáforrit á markað
Smásamskiptaforrit sem kallast Keek er nú að yfirtaka bandarískan markað. Forritið er blanda af youtube, instagram og twitter.
Þeir sem vanir eru Instagram smáforritinu munu sjálfsagt ekki þykja Keek flókið forrit því það er sett upp líkt og það fyrrnefnda. Hlutverk forritsins er að gera notendum kleift að búa til u.þ.b. 30 sekúntna myndband af því sem það vill og deila því til annarra. Forritið er frítt og geta því allir sem eiga snjallsíma eða spjaldtölvur, sem styðja sig við android stýrikerfið eða apple app store, notfært sér forritið.
Hvort markaður sé fyrir þessari nýung á íslandi má liggja milli hluta en gaman er þó að fylgjast með lífi stjarnanna út í hinum stóra heimi. Sum þeirra jafnvel deila nokkrum myndböndum á dag af sér og sínu daglega lífi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir