Flýtilyklar
Ofurtungl á næturhimninum
Á þessum skrifuðu orðum er tunglið í sinni stærstu mynd sem það hefur verið í 68 ár. Fyrirbærið kallast ofurtungl og lýsir Sævar Helgi Bragason á Stjörnufræðivefnum því svohljóðandi:
„Þegar fullt tungl ber upp á sama tíma og tunglið er við jarðnánd, þegar það er innan við 90% af minnstu fjarlægð frá Jörðinni, er fullt tungl stærst. Á fræðimáli kallast þetta „okstaða við jarðnánd“ en það er ekkert sérstaklega þjált svo í daglegu tali hefur verið talað um „ofurmána“. Sé þessi skilgreining notuð þarf tunglið að vera í innan við 367.607 km til að teljast „ofurmáni“.
Ár hvert verða því þrír til fjórir eða fleiri „ofurmánar“ af 12-13 mögulegum fullum tunglum. Í ár eru fullu tunglin í september, október, nóvember og desember „ofurmánar“.“
Margir gætu þó urðið fyrir vonbrigðum við tungláhorfið þar sem munurinn er nánast ósjáanlegur hinu bera auga. Það er ekki fyrr en þegar maður fer að bera það saman við vanalegu stærð þess sem maður tekur eftir muninum, eins og sjá má á neðangreindri mynd:
Þó svo að hinn sjáanlegi munur skili kannski ekki af sér mikið skemmtanagildi, þá er það kjörið tækifæri til þess að minnast á það hversu lítill maðurinn er í samanburði við hinn stóra óendanlega himingeim, og hversu mikið maður eigi að nýta þennan stutta tíma sem maður hefur á þessari jörð.
Lesa má fulla lýsingu á ofurtunglinu á vef Stjörnuvefsins með því að smella hérna.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir