Plain Vanilla í samstarf við Google

Spurningaleikurinn QuizUp stækkar við sig

Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla gaf á dögunum út nýjan spurningaflokk í vinsæla spurningaleiknum QuizUp og hefur hann hlotið nafnið Heimurinn að ofan. Er þetta í fyrsta skipti sem að Plain Vanilla fer í samstarf við annað fyrirtæki og er það við engan annan en bandaríska tölvurisann Google. Spurningaflokkurinn er tengdur við Google Maps sem er leitarvél og gefur fólki meðal annars möguleikann á því að leita eftir götum, borgum, fyrirtækjum og fleiru á alheimsvísu í gegnum veraldarvefinn.

Spekúlantar telja að samstarfið gefi til kynna nýja tekjuleið fyrir Plain Vanilla þar sem fyrirtæki og vörumerki geta kynnt vörur sínar í gegnum mismunandi spurninga flokka.  

Það verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum hjá Plain Vanilla.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir