Rafsígarettur ekki eins öruggar og var talið

Rafsígaretta

Svokallaðar rafsígarettur hafa verið vinsælar í nokkrun tíma. Oftast eru þær notaðar í þeim tilgangi að aðstoða fólk við að hætta að reykja alvöru sígarettur, en rafsígarettan notast ekki við tóbak eða nikótín, heldur hitar hún upp vökva sem líkir eftir bragði sígarettunnar. Enginn alvöru reykur kemur frá rafsígarettunni, heldur einhverskonar reykslikja sem á ekki að hafa nein skaðleg áhrif. 

Nýjar rannsóknir sýna hinsvegar að rafsígarettan gæti ekki verið eins heilbrigð og áður var haldið. Dýrari og betri tegundirnar af rafsígarettum, leyfa notandanum að stjórna því hversu mikið batterí er notað - sem stjórnar því síðan hversu mikið vökvinn hitnar. Eftir því sem vökvinn hitnar meira því líkari verða áhrifin alvöru reykingum. Nýleg rannsókn leiddi í ljós að með því að hækka spennu sígarettunnar úr 3.2V í 4.8V, býr vökvinn til næstum því jafn mikið formaldehýð og er að finna í venjulegum sígarettum. Formaldehýð er talið eitt af krabbameinsvaldandi efnum sígarettunnar þegar því er andað ofan í lungu.

Þar sem að rafsígarettan er ennþá nokkuð ný á markaðinum og lítið vitað um áhrif hennar, er lítið hægt að segja til um það hvort áhrifin séu í raun skaðleg, en þessi niðurstaða ýtir þó enn frekar undir að engin sígaretta er skaðlaus.

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir