Samsung nær forustu á farsímamarkaðnum

Kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung er nú líklega orðinn stærsti framleiðandi farsíma og hefur náð 1. sætinu af finnska fyrirtækinu Nokia. Samsung seldu 92 milljónir farsíma á fyrsta fjórðungi ársins en Nokia seldu 83 milljónir farsíma á sama tímabili. Þess má getið að Samsung seldi 44 milljónir af snjallsímum á meðan Nokia seldi 12 milljónir snjallsíma. Apple er í harðri samkeppni við Samsung en þeir hafa selt 34 milljónir iphone á þessu tímabili. Í byrjun júní mun Samsung kynna nýjan Samsung Galaxy S sem mun fara í samkeppni við iPhone 5  frá Apple sem verður einning gefinn út í sumar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir