Flýtilyklar
Tækni & Vísindi
Mjólk slæm fyrir miðaldra fólk?
Tækni og vísindi|
31.10.2014 |
Nýleg sænsk rannsókn sýnir fram á að miðaldra fólk sem drekkur mjólk reglulega er líklegra til að deyja úr krabbameini og hjartasjúkdómum. Þá voru konur tvöfalt líklegri heldur en karlar til þess að deyja úr hjartasjúkdómum tengdum mjólkurdrykkju sem og að bein kvenna sem drekka mikla mjólk brotna mun oftar heldur en þeirra sem drekka hana sjaldan.
Google og Apple bjóða starfsmönnum að frysta egg fyrir ferilinn
Tækni og vísindi|
23.10.2014 |
Tæknifyrirtæki bjóða nú upp á nýja lausn fyrir kvenkyns starfskrafta sína sem sækjast eftir því að komast í stjórnunarstöður. Konunum stendur til boða að láta frysta og geyma egg sín þeim að kostnaðarlausu meðan þær klífa upp metorðsstigann.
Gervisætur geta aukið líkur á lífstílssjúkdómum
Tækni og vísindi|
21.09.2014 |
Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birt hefur verið í vísindatímaritinu Nature benda til þess að gervisætur geti haft slæm áhrif á heilsu fólks. Í rannsókninni eru skoðuð áhrif sakkaríns, súkralósa og aspartams á líkamann en rannsóknin sýndi fram á að neysla þessara efna geti haft í för með sér töluverða hækkun á blóðsykri öfugt við það sem áður hefur verið talið.
Plain Vanilla í samstarf við Google
Tækni og vísindi|
07.04.2014 |
Nýr spurningaflokkur hefur verið gefinn út í spurningaleiknum QuizUp sem hefur á stuttum tíma átt gríðarlegum vinsældum að fagna um allan heim. Um er að ræða samstarfsverkefni milli íslenska leikjafyrirtækisins Plain Vanilla og tölvufyrirtækisins Google og markar samstarfið tímamót í sögu fyrirtækisins.
Örkin hans Nóa gat raunverulega borið öll dýrin
Tækni og vísindi|
04.04.2014 |
Vísindamenn hafa reiknað það út samkvæmt þeim útreikningum sem gefnir eru upp í Biblíunni þá hefði örkin hans Nóa vel getað flotið með 70.000 dýr um borð.
Mannverur geta gert greinamun á a.m.k. billjón mismunandi lyktum
Tækni og vísindi|
25.03.2014 |
Menn geta greint á milli a.m.k. billjón mismunandi lyktartegunda, samkvæmt nýrri rannsókn. Áður fyrr var áætlað að þessi tala væri um 10.000.
Aukinn vöðvamassi eykur lífslíkur
Tækni og vísindi|
15.03.2014 |
Samkvæmt nýlegri rannsókn, því meiri vöðvamassa sem eldri Bandaríkjamenn hafa því ólíklegri eru þeir til að deyja fyrir aldur fram.