Flýtilyklar
Google og Apple bjóða starfsmönnum að frysta egg fyrir ferilinn
Framvegis mun það standa kvenkyns starfsmönnum tæknifyrirtækja til boða að fresta barneignum með því að frysta eggin sín. Stórfyrirtækin Google og Apple eru í hópi þeirra fyrirtækja sem eru hluti af þessari nýjung innan atvinnumarkaðsins. Þrátt fyrir að aðgerðinni fylgj ákveðnar áhættur er vonast til þess að konum muni fjölga í stórnendastöðum með því að bjóða upp á þennan valkost.
Óhætt er að segja að kynjahlutfall hjá Google og Apple sé langt frá því að vera jafnt en konur telja innan við þriðjung starfsmanna hjá báðum fyritækjum og oftar en ekki eiga þær í erfiðleikum með að komast í stjórnunarstöður. Margar ástæður hafa verið nefndar þessu til skýringar en ein af þeim er sú að konur upplifa þrýsting að fórna starfsferli sínum vegna þess að klukkan er byrjuð að tifa. Fyrirtækin hafa því komið upp með þessa lausn til þess að veita konum í þessari erfiðu stöðu hjálparhönd. Nú geta konur beðið með að eignast börn, jafnvel umfram frjósemisaldur.
Þá segir kvensjúkdómalæknirinn Carl Herbert að konur sem eru að klífa upp metorðsstigann geti átt möguleika á að komast í stjórnunarstöðu með því að nýta sér þessa leið því ef til vill vantar þeim aðeins nokkur ár upp á að nálgast markmið sitt.
Ekki eru allir sammála um hvort þróunin sé af hinu góða eða slæma en Jordan Pal, starfsmaður nokkur hjá tæknifyrirtæki telur að þetta sé galin hugmynd. „Ég geri ráð fyrir að þetta sé vegna þess að konur vilji njóta þess að vinna á þrítugsaldri og móta framtíðina þaðan. Mér finnst þetta dálítið brjálæðislegt. Ég held að ég myndi ekki sjálf vilja gera þetta en ég þekki óneitanlega fólk sem er það keppnisfullt að það myndi kannski gera þetta".
Allur kostnaður við að frysta og geyma eggin er greiddur af fyrirtækjunum en hann getur talið tvær og hálfa milljón íslenskra króna. Ekki er öllum kunnugt um að tiltölulega nýlega var farið að bjóða upp á þessar aðgerðir en þær standa til að mynda íslenskum konum ekki til boða hér á landi. Allaveganna enn sem komið er. Þrátt fyrir að sæði karlmanna hafi verið fryst af vísindamönnum í meira en 60 ár og fósturvísar verið frystir í 30 ár þá eru ófrjóvguð egg erfiðari að meðhöndla. Þá gefa þau enga tryggingu fyrir því að barneignir verði mögulegar umfram barnseignaraldur.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir