Takk Mjólkursamsalan

Mynd: www.technorati.com
Fyrr í vetur fór ég ásamt öðrum samnemendum mínum í vísindaferð í Mjólkursamsöluna Akureyri. Nú gætir þú velt fyrir þér hvað MS græðir á því að bjóða hungruðum háskólanemum upp á gómsæta skyrtertu og ýmsa drykkir og ég skal viðurkenna að ég spáði einnig í því.  Eins og gerist oft eftir vísindaferðir hjá háskólanemum þá fer enginn heim strax heldur er farið í partý og svo helst á einhvern bar. Eftir þetta brölt þá fer ég heim að sofa til að safna kröftum fyrir næsta skóladag. Ég vakna hinsvegar um nóttina og er þyrstur í mjólk. Ég var jafn þyrstur í mjólk og þegar maður vaknar á páskadag, borðar hálft páskaegg, fattar að maður ætti kannski að fá sér eitthvað að drekka með þessu og komast að því að það er bara til appelsínusafi. 
Eftir þessa vísindaferð þá vill líkami minn ekkert nema mjólk, og þá helst svona einn lítra, þegar ég kem heim úr skemmtunum. 

Eins og flestir hafa tekið eftir þá hefur MS nýlega sett á markaðinn D-vítamínbætta mjólk. 
Halló! Er mamma mín yfir þessu fyrirtæki eða? MS veit að ég er latur og tek ekki lýsið mitt og borða lítið af fisk. MS veit að ég þjáist af alvarlegum D-vítamínskorti þannig að þeir redda þessu bara og setja í mjólkina sína. Líðan mín hefur margfalt batnað eftir að ég fór að drekka D-vítamínbætta mjólk og fyrir það vil ég þakka MS. 

Takk fyrir að hugsa um mig og takk fyrir að svara kjánalegum spurningum eins og „Er súrmjólk bara súr-mjólk?" (Tæknilega já en mjólkin súrnar við ákveðið hitastig).

Aðalsteinn Hugi Gíslason

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir