Tekur mikla áhættu

Risa slanga

Náttúrufræðingurinn Paul Rosolie ætlar að láta risaslöngu éta sig lifandi fyrir sjónvarpsþáttinn Eaten alive sem sýndur er á Discovery. Í fréttinni kemur fram að Paul muni samt snúa aftur því hann verður í sérstökum búning sem muni venda hann svo hann komist aftur út óskaddaður. Hér er náttúrufræðingurinn að taka mikla áhættu þar sem ekkert má út af bregða svo atvikið klikki ekki.  Dýravendunarsinnar eru æfir vegna þessa fyrirætlanna Pauls og segja að þetta sé dýraníð. En Paul svarar þeim fullum hálsi og segir á Twitter síðu sinni að þeir sem hann þekkja vita að hann myndi aldrei meiða lifandi veru. Daily Mail segir að Discovery hafa orðið fyrir miklum þrýstingi að hætta við framleiðslu þáttarinns. Þess má geta að Paul er fyrsti maðurinn sem vitað er um sem er étin lifandi af svona stórum snák. Risaslöngur nærast á villtum svínum og hjartadýrum. Þær geta orðið allt upp í 10 metra langar og kremja bráð sína áður en þær gleypa hana. Áhugasamir geta skoðað myndbönd með kynningum um þáttin hér að neðan.

https://www.youtube.com/watch?v=5rrM3zl4J_g

https://www.youtube.com/watch?v=ht8monC6t7w


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir