Telur ađ tónlist muni seljast áfram sem gjafavara

mynd: dv.is

Fyrir skömmu gaf tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson út endurútgáfu á nokkrum plötum sínum. Um er að ræða sex plötur, en margar þeirra hafa ekki verið fáanlegar á geisladiskum í fjölmörg ár. „Það var alltaf gefið út ákveðið upplag, sem í sumum tilfellum seldist upp. En vandamálið var svo að láta endurframleiða það. Það var svo ótrúlega dýrt og áhættusamt, vegna þess að maður gat ekki vitað hvort það stæði undir sér,“ sagði  Páll Óskar í viðtali í miðdegisþættinum Ómar á X977.

Undanfarnar vikur hefur umræðan um netvæðingu tónlistarinnar vakið mikla athygli í fjölmiðlum. Páll Óskar segist hafa verið var við hana. „Ég tel að það sé ennþá markaður fyrir tónlist á föstu formi. Plötur munu seljast áfram sem gjafavara, en þó þarf vissulega að vera eitthvað varið í hana. Hún þarf að koma út í flottri útgáfu, og verðmiðinn má ekki vera of hár.“ Plötur Páls eru fáanlegar í tveimur þriggja platna boxum, og kostar hvort þeirra 2.490 krónur. „Ég hafði samband við geisladiskaverksmiðju í Litháen sem gaf mér góðan díl. Þess vegna eru plöturnar á ómótstæðilegu verði,“ segir Páll.

Í viðtalinu talar hann einnig um líf tónlistarmanna á Íslandi. „Ég þekki engann sem hefur það ótrúlega gott, býr í risastóru húsi og er með sundlaug í garðinum sínum. Þetta er bara fólk sem verslar matinn sinn í bónus, og skuldar í 50 fermetra íbúðunum sínum,“ segir Páll sem jafnframt telur að enginn verði ríkur á því að vera tónlistarmaður á Íslandi.

 „Það er alveg nauðsynlegt að hjálpa íslenskum tónlistarmönnum og að kaupa plöturnar þeirra. Að minnsta kosti hjálpa þeim að ná kostnaðarverði.“ Páll Óskar segir að algengt sé að tónlistarmenn framleiði plöturnar sínar sjálfir, og segist hann jafnframt sjálfur gera það. „Ég hef aldrei fengið laun fyrir plöturnar mínar, og þær hafa ekki allar staðið undir sér. Einu launin sem ég hef fengið sem tónlistarmaður er fyrir að koma fram.“


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir