Textarnir keyra lagiđ heim

Jónas Sigurđsson og Ritvélar framtíđarinnar
Nýlega kom út platan Allt er eitthvað með Jónasi Sigurðssyni og Ritvélum framtíðarinnar. Þetta er önnur platan sem Jónas Sigurðsson gefur út, en sú fyrri, Þar sem malbikið svífur mun ég dansa, kom út árið 2007. Jónas er virkilega ánægður með viðtökurnar sem nýja platan hefur fengið. „Við héldum útgáfutónleika í Tjarnarbíó 12. október sem heppnuðust afar vel. Platan hefur síðan farið á flug og gengið ótrúlega vel. Frábærir dómar og fallegt umtal. Allt eins og best verður á kosið,“ sagði Jónas Sigurðsson í samtali við Landpóstinn.

Platan hefur fengið gríðarlega góða dóma og sem dæmi má nefna fékk hún fullt hús, fimm stjörnur, frá gagnrýnanda Morgunblaðsins. „Auðvitað kemur hver dómur á óvart. Maður veit aldrei hvernig fólk upplifir hluti svona fyrirfram. Sérstaklega músík. Það er svo afskaplega misjafnt. Því hefur verið afar gaman að lesa hvern frábæra dóminn eftir öðrum,“ sagði Jónas og bætti við að mikil vinna hafi verið lögð í plötuna. „Ég get sagt að bæði ég og þeir sem unnu með mér að þessari plötu lögðum afskaplega mikla vinnu í hana. Bæði textar, upptökur, hljómur og öll tæknivinna hefur fengið mikla yfirlegu. Mér sýnist það vera að skila sér á réttan hátt og skína gegn á plötunni og það er gott því vissulega er alltaf hætta að „yfirvinna“ plötur.“

Eins og á fyrri plötu Jónasar er titlar laganna og textarnir áhugaverðir. Má þar nefna lög eins og Þessi endalausi vegur endar vel,Hamingjan er hérSkuldaólin og Diskótek djöfulsins. Blaðamanni lá því forvitni á að vita hvort mikil vinna færi í textagerð. „Já, ég legg afar mikla vinnu í textana. Þeir eru oftast endurskrifaði aftur og aftur og aftur og aftur. Einnig á ég góða vini sem lesa fyrir mig texta og við pælum í þeim áður en ég vinn áfram með þá,“ sagði Jónas, en honum finnst textar skipta miklu máli. „Ég hef flakkað sjálfur mikið á milli þess að vilja fylgja íslensku hefðinni fyrir bundnu ljóðmáli með stuðlum og höfuðstöðum vs. að fylgja frjálsara talmáli og ná þannig sterkari boðskap. Þetta er vissulega línudans en mér finnst það skipta öllu máli að það sé sterkur tilgangur með hverju lagi og að textinn negli þennan tilgang hreint og klárt. Keyri lagið heim.“

Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar leika á tónleikum á Grænu hattinum laugardagskvöldið 23. október ásamt hljómsveitinni Moses Hightower. Þessar hljómsveitir er nú á tónleikaferð um landið sem endar á Akureyri. „Við höfum ekki spilað áður á Akureyri og því mikil spenna og tilhlökkun í hópnum að spila þar,“ sagði Jónas að lokum.

vev.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir