Það sem ég sá mun aldrei hverfa

Þetta er Guðni fyrir atvikið

Við reglulegt eftirlit með lífi vina og félaga á Facebook rakst Guðni Oddur Jónsson á deilingu af leitarvef Google. Leitarorðið var karlmannsnafn og leiddi vafrinn hann á myndir af manni.

 „Það sem ég sá mun aldrei hverfa úr minni mínu“ segir Guðni. Stúlkan sem deildi krækjunni greindi frá því að téður maður hafi verið yfirmaður hennar í vinnu og mátti greina að alvarleiki málsins var henni ekki ofarlega í huga. Umræðan sem átti sér stað í ummælum var með sama móti og mátti sjá „haha“ í lok sumra ummæla sem Guðna þykir dapurlegt.

Til að gefa einhverja hugmynd um eðli myndanna voru þær af nöktum karlmanni sem sýndi sig frá hvirfli til ilja, að framan og aftan.

„Ég tilkynnti lögreglu um myndirnar þar sem grófleiki þeirra verður ekki lagður í efa.“

Svar lögreglunar barst fyrr í dag og höfðu þeir þetta um málið að segja.

„Takk fyrir ábendinguna. Við þessu er í sjálfu sér fátt að gera enda eru myndirnar vistaðar á erlendum vefþjónum sem við höfum lítil áhrif á. Þar sem ekki er um meint brot gegn neinum að ræða, er þetta nokkuð sem við skoðum eflaust ekki frekar. Kv. Lögregluþjónn.“

Guðni segir að hann hafi ekki búist við miklu en telji þó að breytinga sé þörf svo takmarka megi svona við síður sem gefa frá sér efni af þessu tagi. Hann bendir einnig á að „ hvaða barn sem er gæti rambað inn á svona deilingu og engin netvörn sé á skoðun mynda gegnum leitarvef google. Það þarf því eitthvað að gera.“


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir