Ţađ sem ţér viljiđ ađ ađrir menn gjöri yđur, skuluđ ţér og ţeim gjöra

Síðastliðinn föstudag var ég boðuð á foreldrafund í skóla sonar míns ásamt öðrum foreldrum þessa árgangs. Umræðuefnið voru vandamál, sem þó eru ekki orðin vandamál, í sambandi við umgengni og framkomu nemenda í garð starfsmanna skólans.

Svo virðist sem einhverjir nemendur eigi í erfiðleikum með að sætta sig við boð og bönn skólans og sýna starfsfólki ítrekað ókurteisi og óvirðingu.  Mér fannst samt skrýtið á þessum fundi hvað margir foreldrar voru tilbúnir að skella allri skuldinni (ábyrgðinni) á kennarana.  Að sumra mati eru kennararnir ekki nógu strangir og duglegir við að kenna og halda uppi aga í sínum kennslustofum, sem getur svo sem alveg verið rétt en hvernig er hægt að ætlast til þess að kennari haldi uppi aga þegar nemendurnir bera enga virðingu fyrir honum af því að foreldrarnir gera það ekki og láta það óspart í ljós í návist nemandans?  Er það ekki okkar foreldranna að kenna börnunum okkar að sýna reglum og einstaklingum samfélagsins virðingu og kenna þeim hlýðni. Grunnkennsla á þessu sviði hlýtur að fara fram hjá okkur. Við verðum líka að vera börnunum okkar góðar fyrirmyndir og sýna þeim í verki, ekki bara í orðum, hvernig beri að haga sér gagnvart yfirvaldinu og sýna öðrum virðingu. Ef við sýnum fólkinu í kringum okkur ekki virðingu hvernig getum við þá ætlast til þess að börnin okkar geri það?  Að sjálfsögðu þurfa kennarar að geta haldið uppi aga í sínum kennslustofum en við foreldrar erum þau sem börnin treysta og trúa á og allt sem við gerum er satt og rétt.  Nýtum þetta vald sem við höfum yfir börnunum okkar til góðs.

Hvernig vilt þú láta koma fram við þig?


RAH


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir