Það þarf ekki nema eitt skemmt epli og allt fer í vesen

Aldrei hef ég hugsað og velt því hreinlega fyrir mér hversu mikilvægt það er að búa á stað þar sem að manni finnst maður vera öruggur og færð þitt næði til að sofa fyrr en nú.

Skyndilega kemur fólk sem að ekki kann að virða almennar skrifaðar og óskrifaðar reglur sem fylgja því að búa í fjölbýli. Hlutir farnir að hverfa, partýstand sem spyr ekki að því hvort að það sé mánudagur, þriðjudagur, eða laugardagur. Hingað kemur bæði venjulegt fólk og vafasamasta lið Akureyrar á öllum aldri, þetta er orðið opið hús fyrir alla. Fáir fá svefnfrið, eldra fólkið skelfur á beinunum og lögreglan er seinasta númerið í símanum sem fólk var að hringja í.
Þá fer maður að hugsa, hvað skal gera? ef að leigendurnir íbúðarinnar láta sér ekki segjast og halda bara uppteknum hætti, eigendur íbúðarinnar gera ekkert í málinu, lögreglan er tíður gestur og bankar upp á, finnur vafasama hluti, en hvað svo? Er einhver möguleiki að fá bætt það sem hverfur frá manni?
Blaðamaður Landpóstsins fór í dag og hitti lögregluna og ræddi við hana um hvort og þá hvað væri hægt að aðhafast í svona málum.
Þar kom fram að maður er nánast réttindalaus, ef eigendur íbúðarinnar aðhafast ekki neitt þá er það eina í stöðunni fyrir alla hina að kvarta bara eins mikið og þeir geta við lögregluna í von um að eitthvað breytist. Lögreglumaðurinn sem rætt var við hélt að það væri til eitthvað húseigendafélag sem væri hægt að tala við en var ekki viss um það. En að fá hlutina aftur sem hurfu væri nánst ómögulegt.
Þetta þýðir þá eflaust áfram haldandi gleði fyrir okkur hina íbúana hér.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir