Þáttur númer 500

Núna síðastliðin sunnudaginn var fimmhundraðasti Simpson þátturinn sýndur í bandaríkjunum. Þættirnir hafa verið sýndir í 23 ár sem gerir þá að langlífustu sjónvarpsþáttum sinnar tegundar. 

Fimmhundraðasti þátturinn, sem ber nafnið "At Long Last Leave", segir frá því þegar Simpson-fjölskyldan er gerð að útlögum frá Springfield. Þaðan liggur leið þeirra til hóps útlaga þar sem þau hitta m.a. fyrir Julian Assange, stofnand WikiLeaks.

Nú þegar er búið að semja um að framleiða 2 seríur í viðbót og verða þættirnir þá orðnir 559. Framleiðendur þáttanna segjast enn hafa margar sögur til að segja og nýja karaktera sem þeir eiga eftir að kynna á næstu árum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir