The Campaign

The Campaign
Myndin fjallar um þingmanninn Cam Brady (Will Ferrell) sem er búinn að vera sjálfkjörinn þingmaður í nokkur ár fyrir kjördæmi Norður Karolínu.

Rétt fyrir kosningar lendir hann í því að símaupptaka af honum í annarlegu ástandi kemst í fjölmiðla, þannig að bakhjarlar hans sem eru 2 moldríkir forstjórar ákveða að finna sér annan mann til að komast á þing fyrir þeirra hönd. Þar kemur inn hinn barnalegi Marty Huggins (Zack Galifianakis) í fyrstu sýnist hann mjög ólíklegur að vinna þessa kosningu en bakhjarlar hans redda honum mjög góðum kosningastjóra sem er ekki hræddur við að svindla. Barátta þeirra snýst fljótlega upp í vitleysu, þar sem þeir móðga hvorn annan, lenda í slagsmálum og reyna að snúa fjölskyldum hvors annars  gegn þeim.Myndin er mjög góð skemmtun og verða Will Ferrell aðdáendur ekki fyrir vonbrigðum. Myndin er stútfull af 5 aurabröndurum og fara þeir oft aðeins yfir strikið til að hneyksla fólk en allt í allt fínasta skemmtun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir