The Rolling Stones gefa út yfirlýsingu

Á Landpóstinum birtist grein þann 3. mars um útgáfu ljósmyndabókar The Rolling Stones í tilefni af 50 ára afmæli hljómsveitarinnar. En þar kom fram að meðlimir sveitarinnar höfðu ekki gefið það út hvort þeir myndu fara á tónleikaferðalag í tilefni af afmælinu.

Nú hefur hljómsveitin hinsvegar gefið út þá yfirlýsingu að hún mun ekki fara í tónleikaferðalag í tilefni af afmælinu eins og margir æstir aðdáendur vildu. Eru ástæðurnar meðal annars þær að Keith Richards þurfti að gangast undir aðgerð til að fjarlægja blóðtappa og hefur hann ekki náð sér að fullu eftir það. Hljómsveitin virðist þó vera búin að sameinast á ný og hafa þeir félagar rætt um að fara í stúdíó í byrjun næsta mánaðar.

Í haust mun svo koma út enn önnur heimildamyndin um strákana þar sem koma munu fram áður óheyrðar upptökur.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir