The Situation í meðferð

The Situation
Raunveruleikastjarnan Mike ,,The Situation" Sorrentino úr Jersey Shore er kominn í meðferð. Mikið virðist ætla að breytast í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröðunni í dag, Jersey Shore sem er til sýninga á sjónvarpsstöðinni MTV.

Fyrir nokkru síðan var greint frá því að aðalstjarna þáttanna Nicole Polizzi, betur þekkt sem Snooki, bæri barn undir belti. Framhald hennar í þáttunum er því óljós en þættirnir byggjast að mestu upp á því að fylgjast með lífi nokkurra einstaklinga sem gera fátt annað en að kíkja út á lífið með tilheyrandi prompi og prakt.

Í sumar hefst upptaka á sjöttu þáttaröðinni í þessari seríu en nú bendir allt til þess að aðra persónu gæti vantað í þá þáttaröð en Mike ,,The Situation" Sorrentino er farinn í meðferð vegna meintar fíknar í ákveðin efni. Hann hefur dvalið þar í nokkrar vikur og vilja umboðsmenn hans ekki segja til um af hverju hann fór í meðferð en segja að ,,hann hafi verið á ótilgreindum stað í nokkrar vikur til að fá mjög þarfa hvíld og endurhæfingu eftir þétta dagskrá."

Mike Sorrentino er 29 ára gamall og hefur verið í Jersey Shore frá upphafi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir