The Spy Next Door

MYND/visir.is
Bíómyndin með Magnúsi Scheving og Jackie Chan „The Spy Next Door“ verður frumsýnd hér á landi um næstu helgi. Fer Magnús Scheving með hlutverk vonda kallsins „Poldrak“ í myndinni Jackie Chan leikur njósnarann „Bob Ho“.Hefur Magnús fengið misjafna dóma fyrir hlutverk sitt. Margir segja að persóna Magnúsar sé slöpp og oft á tíðum hálfkjánaleg. Segja margir að þetta sé leikstjóranum Brian Levine að kenna. Svo eru aðrir sem skipta um gír og segja að myndin eigi að vera kjánaleg þar sem hún eigi að höfða til barna.


Fjölskyldufólk er almennt ánægt með myndina, en þeir sem muna eftir Jackie Chan frá því á gullaldarárunum urðu fyrir miklum vonbrigðum.  


Heimild
http://visir.is/article/20100411/LIFID01/519199187

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir