Þegar ég var kallað borð

Borð úr Ikea - sjálfsmynd?

Skemmtilegur misskilningur átti sér stað milli mín og vinkonu minnar um helgina sem leið.

Þessi vinkona mín er góð vinkona mín, köllum hana Sigríði Rut Marrow, Siggu. Við höfum þekkst í stuttan tíma, við stöllurnar kynntumst í fyrra í háskólanum en urðum ekki góðar vinkonur fyrr en seinasta vor.  Við náum vel saman, grínumst mikið og höfum gaman þegar við hittumst. Hún er nefnilega fjarnemi en ég staðarnemi svo við hittumst afar sjaldan. Hún kom þó hingað norður í vikunni seinustu í svokallaða lotu og fögnuðum ærlega þegar strembinni lærdómsviku leið og hentumst í dansskóna og ætluðum út að djamma.

Við vorum staddar í partýi í heimahúsi niðri í miðbæ Akureyrar. Hópurinn hafði ákveðið að fara tía sig út á lífið þegar vinkonunni varð mál og skundaðist á skálina. Allir voru að gera sig til fyrir brottför og þar var ég engin undantekning. Ég var næstum því tilbúin, átti bara eftir að reima á mig klossanna. Ég beygði mig niður svo að afturendi minn horfði tignarlegur upp til himins, á þeirri stundu gekk Sigga út af klósettinu, snýr sér til hægri og gengur á mig (afturendann) svo ég byltist. „Æj fyrirgefðu ég sá þig ekki“ segir hún, „ég hélt þú værir borð“.

Tíminn virtist stöðvast. Ég var ekki viss um hvort ég hafi heyrt vitlaust. Er hún að kalla mig borð?

Ég spyr hana „fyrirgefðu, hvað sagðiru?“

„NEI sko ég meinti það ekki, æj ég bara labbaði, eða þú veist horfði ekki“ á þessari stundu sat ég ekki á mér og sprakk.

Sprakk úr hlátri. Við tvær, gestgjafinn og aðrir gestir stóðum í hláturskasti og áttum erfitt með að jafna okkur almennilega eftir þessa uppákomu.

Ég viðurkenni fúslega að ég er sver á marga kanta og hef verið kölluð ýmislegt yfir ævina en borð var nú ekki eitt af því.  Og aldrei hefði mig grunað að á einhverjum tímapunkti í lífi mínu yrði mér líkt við borð.

Hvað sem því nú líður stillti ég mér upp aftur upp sem borði og spurði Siggu hvort ég væri úr eik eða kirsuberjavið?

Þar náði hún, ljúflingurinn sá,  að bjarga sér fyrir horn og sagði „skiptir ekki máli, þú værir pottþétt rándýrt design borð“.


Kristín Þóra Jóhannsdóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir