Ţeir kölluđu mig Patre

Einar Dagbjartsson flugmađur fyrir miđju ásamt fóstursonum sínum, Ryan Petinella og Sammy Zeglinski. Fósturbrćđurnir eru međ gullmedalíu um hálsinn en myndin var tekin eftir ađ Grindavík varđ Íslandsmeistari í körfubolta síđastliđiđ vor. Mynd/ŢG

Grindvíkingurinn Einar Dagbjartsson flugstjóri hjá Icelandair bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðarmenn. Hann tók að sér að vera fósturfaðir tveggja einstaklinga, ekki tveggja barna, heldur  tveggja bandarískra leikmanna körfuboltaliðs Grindavíkur síðasta vetur, þeirra Sammy Zeglinski og Ryan Petinella sem báðir voru á þrítugsaldri. Einar er mikið á ferð og flugi í starfi sínu hjá Icelandir og býr einn og því tók hann beiði körfuknattleiksdeildarinnar vel að hýsa þessa öflugu leikmenn síðasta vetur. Báðir eru þeir af ítölsku bergi brotnir og kölluðu því Einar ekkert annað en Patre, sem að sögn Einars útleggst faðir á ítölsku.

„Ég blandaðist inn í þetta fyrir algjörlega tilviljun. Ég á tvo yngri bræður, þá Jón Gauta og Sibba, sem báðir sitja í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar. Sibbi er ofvirkur eins og móðir sín og veturinn 2011-2012 stakk hann þeirri hugmynd að mér hvort ég vildi skjóta skjólshúsi yfir Ryan Petinella því þeir voru í vandræðum með að finna leiguhúsnæði. Ég var alveg til í þetta enda einn í kotinu og langaði að gera samfélaginu Grindavík smá gagn og leggja mitt af mörkum til körfuboltans. Þetta er töluverð vinna á bak við tjöldin í kringum svona körfuboltalið, Íslandsmeistaratitlar eru ekki hristir fram úr erminni,“ segir Einar.

Ryan Petinella var allan þennan vetur hjá Einari og urðu þeir miklir mátar. Síðasta vetur tók Einar aftur að sér að hýsa bandarískan leikmann Grindavíkurliðsins og að þessu sinni var það Sammy Zeglinski. En þegar tímabilið var hálfnað birtist Ryan aftur og þá kom ekkert annað til greina en að hann yrði líka hjá Einari. Þannig háttaði reyndar til að Ryan og Sammy þekktust en þeir höfðu spilað saman einn vetur í háskólakörfuboltanum í Virginíu. Þar með voru fóstursynir Einars orðnir tveir.

Einstakir gæða drengir

„Ég verður nú bara að segjast eins og er að þetta var bara mjög gaman. Ég fór sjálfur út sem skiptinemi hér í gamla daga og hafði alltaf hugsað mér að það væri gaman að taka að sér eins og einn skiptinema. En það varð nú aldrei neitt úr því af ýmsum ástæðum þannig að segja má að Ryan og Sammy hafi bara verið mínir skiptinemar. Þetta eru einstakir gæða drengir báðir tveir. Hér á heimilinu voru fáar en mjög skýrar reglur sem þeir fóru eftir. Við eigum sameiginleg áhugamál eins og hitt kynið og við gátum rætt það frá ýmsum hliðum,“ segir Einar og glottir við tönn.

„Ég var duglegur að taka þá með mér í afmælisveislur og matarboð t.d. til mömmu og pabba. Þá var ég með matarboð fyrir góða gesti og fjölskyldumeðlimi og alltaf voru fóstursynirnir með. Fjölskyldan mín er nú ekki sú lokaðasta í heimi og á auðvelt með að blanda geði við annað fólk þannig að þetta gekk ljómandi vel. Annars er líf atvinnumannsins þannig að þeir hugsuðu bara um körfubolta. Þetta er eins og hjá trillukallinum, hann spáir í ekkert annað en veðrið og sjóinn,“ segir Einar og bætir við að þar tali hann af reynslu enda trillukall í frístundum.

Þótt Einar sé langdvölum að heiman er líf og fjör í Arnarhrauni 19 í Grindavík þegar hann er heima. Í bílskúrnum æfir t.d. hljómsveitin The Backstabbing Beatles. Einar segir að fóstursynir sínir hafi fylgst með æfingum af miklum áhuga, sérstaklega Ryan, sem gerði sér lítið fyrir og tróð upp á einum tónleikum  með hljómsveitinni.

„Ég tók þá líka með mér einn túr á trilluna mína, þeir fóru í flugtúr með mér og ég reyndi einfaldlega að létta þeim lífið á milli æfinga og leikja. Þeim leið vel hérna og það endurspeglaðist í frammistöðu þeirra inni á vellinum. Ég viðurkenni það fúslega að ég ofdrekraði þá all svakalega. Þeir kunnu t.d. ekki að ryksuga en ég sýndi því skilning. Ég hef gaman af því að elda og þeir félagar tóku hraustlega til matar síns og átu mikið af kjöti og fiski. Þeir elskuðu íslenskan mat. Umfram allt var þetta bara gaman og  Grindavík varð Íslandsmeistari bæði árin þannig að allir eru sáttir,“ sagði Einar að endingu.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir