Þetta er ekkert stórmál

Í hvert sinn sem ég heyri auglýsingu frá Smálán þá hugsa ég alltaf um að það sé eitthvað rangt við einfaldleikann sem fylgir því að taka lán hjá þeim.

Reyndar er þetta eflaust ágætis viðskipta hugmynd og gæti verið sniðugt fyrir einhverja en pottþétt algjör óþarfi fyrir meirihlutann sem notar sér þessa þjónustu. Grunar mig að lánin séu vinsælust meðal unglinga sem bráð vantar nýtt skópar, hitt sem þau keyptu í síðasta mánuði er nefnilega löngu komið úr tísku og eiginlega þegar maður hugsar út í það, bara orðið hallærislegt að láta sig sjá sig í því. Ég fór líka að hugsa hvort lánin gæti orðið vinsæl meðal óreiðufólks sem bráðvantar pening  í hið snarasta  og sjá sér gott til glóðarinnar þegar þeir heyra þessa auglýsingu í útvarpinu„ Var ekki heimild á kortinu, fáðu lán með sms skeyti í 1917“.

Safnar einhver fyrir einhverju lengur?
Ég fór og skoðaði vextina á heimasíðunni  og sá að ef ég tæki 50,000 króna lán sem er fyrir nýju skónum, vodka pela og sígarettum fyrir djammið næstu helgi þá sýnist mér á heimasíðu þeirra að ef manneskjan greiði lánið aftur til þeirra innan 30 daga þá skuldi hún þeim samtals 66,214 krónur. Þarna mundi ég græða rétt rúmar 16.000 krónur ef ég mundi safna mér fyrir hlutnum. En hvað er það eiginlega að safna, safnar sér einhver fyrir einhverju lengur, er það ekki bara tímasóun þegar maður getur fengið svona „góðan“ díl eða eins og þeir sjálfir segja „þetta er ekkert stórmál“

Kennum börnum að spara pening.
Einhvern tímann var mér kennt að ég ætti bara að taka lán fyrir námi og síðan íbúð, því er ég sammála og smá ráð til allra foreldra þarna úti, kennið börnunum ykkar mikilvægi þess að safna fyrir hlutunum, svona kostur ætti bara að vera notaður í algjörri neyð. Það er eitt það besta veganesti sem ég hef fengið út í lífið og þess læt ég svona góða viðskiptahugmynd ekki hafa mikil áhrif á mig.

Guðfinna Árnadóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir