Þiggðu lægri laun eða hættu!

Mynd tekin af www.gerald-massey.org.uk
Er þetta stefnan í dag? Fólk er beinlínis neytt til að þiggja lægri laun. Þetta var gert núna hjá heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum og sennilega á fleiri stöðum. Miðað við kjarasamninga eru laun að lækka svo að heilbrigðisstofnunin tekur það til verks að segja öllum upp en bjóða því um leið ráðningarsamning þar sem kjörin eru skert um 5 %. Mér finnst þetta vera kúgun. Hrein og bein. Það er verið að notfæra sér atvinnuleysið til að lækka laun alþýðunnar. Fimm prósent þykir kannski ekki vera neitt rosalega mikið en það er bara byrjunin.  Auðvitað getur fólk ekki neitað þessu boði þar sem litla sem enga atvinnu er að fá. Karl Marx var mér ofarlega í huga þegar ég las þessa grein á mbl.is. Kúgun yfirstéttarinnar. Öll barátta fyrir betri kjörum er farin til andskotans vegna græðgi auðmanna. Svo bitnar þessi gjörningur valdhafa á þeim sem hafa ekki val eins og óbreyttum verkamönnum eða bara okkur, fólkinu í landinu. Stjórnvöld segjast vera að berjast fyrir réttindum alþýðunnar en hvað er að gerast? Þetta er að gerast! Fólk er þvingað til að lækka í launum. Sumir eru orðnir leiðir á þessu endalausa rausi og farnir að sætta sig við ástandið eins og það er í dag, fegnir yfir því að fá einhverja vinnu. Við verðum að muna að það tók dágóðan tíma að berjast fyrir jafnrétti og betri kjörum. Það tekur líka tíma að mótmæla þessu ofbeldi og ná árangri. Ef við sættum okkur við þetta og gefumst upp þá verða málin einungis svartari með tímanum. Hvernig væri að lækka hæðstu laun frekar en þau lægstu til tilbreytingar!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir