Thora Karlsdóttir: "Ég endurfćđist sem kona"

Laugardaginn 24 október verđur listakonan Thora Karlsdóttir međ sýningu  í Gallerý Forstofu, sem stađsett er í forstofunni á Lifandi Vinnustofu. í Kaupvangsstrćti 23. Frítt er inn á sýninguna og verđur húsiđ opiđ á milli 14 – 17.

„Sýningin snýst um ađ gefa gestum tćkifćri á ađ koma og skođa margvísleg listaverk og taka ţátt í og spjalla um kjólagjörninginn minn sem nú stendur yfir.  Svo gerist alltaf eitthvađ óvćnt og spennandi.“


Klćđir sig í nýjan kjól á hverjum morgni

„Mig langađi ađ ögra sjálfri mér, gera eitthvađ endurtekiđ daglega í langan tíma.  Eitthvađ sem vćri nánast ógerandi. Úr varđ Kjólagjörningurinn. Hann er samsettur úr nokkrum hugmyndum og ţađ eina sem ég ákvađ ţegar ég byrjađi var ađ vera í nýjum kjól á hverjum degi í 280 daga eđa 40 vikur, einskonar kjólameđganga.“

 

„Ég átti ađ verđa strákur ţegar ég fćddist, en ég var stelpa, ţá sagđi systir mín ađ ég ćtti ađ heita strákur. Ţetta hef ég fengiđ ađ heyra  ţúsund sinnum. Í dag er ég í kjól númer 235. Á hverjum morgni klćđi ég mig í nýjan kjól, klćđist honum allan daginn og getur ţađ oft veriđ áskorun og tekiđ á, ţeir eru eins misjafnir og ţeir eru margir.  Ţetta hefur gengiđ ótrúlega vel og eftir 45 kjóladaga endurfćđist ég sem kona,  myndlistakonan Thora. Sagan endurskrifuđ PUNKTUR.“

 

Uppskeran verđur sýnd í september 2016 í Ketilhúsinu. Ţađ verđur innsetning af öllum 280 kjólunum ásamt myndum en kćrasti Thoru, Björn Jónsson, hefur tekiđ kjólamyndir af henni daglega síđan gjörningurinn byrjađi. Thora stefnir á ađ gefa út bók í sambandi viđ kjólagjörninginn. 

 

 

        .

  
„Ţađ er gaman ađ bregđa stundum á leik međ réttu fylgihlutunum. Var nćstum ţví búin ađ fótbrjóta mig á ţessum skóm en hvađ gerir mađur ekki fyrir listina.“

 

Innblástur úr barnćsku

 

Thora útskrifađist áriđ 2013 úr Europaische Kunstakademie of fine art og hefur síđan ţá unniđ í fullu starfi sem myndlistakona. Ţar áđur var hún međ vinnustofu í Luxembourg í mörg ár. Ţađ hefur veriđ nóg ađ gera hjá henni í allskyns sýningum, bćđi á sam – og einkasýningum. Hún vinnur nú einnig í hlutastarfi sem list og handverksleiđbeinandi í Punktinum handverksmiđstöđ.

 

„Mér líkar rosalega vel ađ vinna ţar, ţađ er skapandi og lifandi starf á gamla vinnustađ föđur míns Kalla Hjalta sem var handavinnukennari í gamla Barnaskóla Akureyrar. Ţannig ađ ég ólst upp á smíđastofunni sem tilheyrir í dag vinnustađnum mínum.“ 

 

Thora segist međal annars leita í minningar frá barnćskunni hérna á Akureyri sem innblástur í verkin sín, en hún er nýflutt aftur norđur eftir 30 ára fjarveru. „Ég fjalla mikiđ um tilfinningar, fólk og upplifanir. ţetta gerist allt ađ sjálfu sér og ađ lokum svona smellur bara eins og hver önnur uppljómun.“

 

 

Nóg um ađ vera framundan

 

Nóg er um ađ vera framundan hjá Thoru og má ţar nefna kjólagjörninginn daglega til 30 nóvember og segist hún hlakka mikiđ til ađ fara í gallabuxurnar sínar aftur!
Í desember verđur svo samsýningin „Bjart er yfir“ í Gallerí Mjólkurbúđin á Akureyri og í lok mars 2016 verđur samsýning á vegum Culture ministre de Luxembourg í Gallery biem Engel í Luxembourg. Og svo auđvitađ sýningin Kjólagjörningurinn í Ketilhúsinu í september á nćsta ári.  

 

 .

  
Hér er Thora í einum af 280 kjólunum viđ sín daglegu verk.

 

 

 

 

  

 

 

 

 

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir