Þóra bætist í hóp forsetaframbjóðenda

Er Þóra Arnórsdóttir fréttamaður næsti forseti ?

Þóra Arnórsdóttir fréttamaður hjá RÚV tilkynnti vinum sínum í dag að hún muni bjóða sig fram til embættis forseta Íslands gegn Ólafi Ragnari Grímssyni sitjandi forseta. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Þóra tilkynna ákvörðun sína á morgun miðvikudag.

Þegar hafa fimm aðrir hafa þegar tilkynnt um framboð til forseta Íslands. Enn Ólafur Ragnar Grímsson sækist sjálfur eftir endurkjöri. Forsetakostningarnar munu fara fram 30 júní í sumar.

Samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði í lok mars, myndu flestir þeirra sem vilja fá nýjan forseta á Bessastaði kjósa Þóru í embættið. Könnunin leiddi í ljós að Þriðjungur sagðist myndu kjósa Ólaf Ragnar til áframhaldandi forseta, en næstflestir eða fjórtán prósent, vildu sjá Þóru Arnórsdóttur,

Landpósturinn óskar Þóru góðs gengis í framboði sínu til forseta.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir