Þotugnýr

Þotur á flugi við Ísland árið 1958
Sú var tíðin á Suðurnesjum að þegar menn heyrðu í þotugný bandaríska varnarliðsins gerður þeir hlé á samræðum sínum og engu líkara væri en að tíminn hefði frosið rétt á meðan dátarnir tóku á loft. Uppá síðkastið hefur þessi sérstaki siður Suðurnesjamanna þó verið að taka sig upp að nýju. Nú eru staddir hér á landi hermenn frá Noregi sem sinna loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins. Auk Norðmannanna eru hér einnig hermenn frá Finnlandi og Svíþjóð sem taka þátt í heræfingu sem nefnist "Iceland Air Meet". Herliðið kom hingað til lands til æfinga þann 27.janúar síðastliðin og er gert ráð fyrir veru þeirra hér á landi allt til 21.febrúar. Skandinavísku frændþjóðir okkar eru samt ekki þær einu sem taka þátt í æfingunni því einnig eru hér á landi hermenn frá Bandaríkjunum og Hollandi sem leggja til eldsneytisbirgðavélar svo hægt sé að setja eldsneyti á þoturnar á meðan þær eru á flugi. Eitthvað hefur borið á efasemdarröddum í garð slíkra æfinga auk loftrýmisgæslunnar en vera þessara aðila kom þrátt fyrir það að góðum notum þegar leit var gerð að sjómönnum sem sent höfðu út neyðarkall vegna leka í báti sínum síðastliðin sunnudag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir