Þriðja serían af Game of Thrones væntanleg

Sjónvarpsstöðin HBO hefur samþykkt að framleiða þriðju seríuna af þáttunum Game of Thrones. Fyrsti sería af Game of Thrones sem heldur betur hefur slegið í gegn var frumsýnd í Bandaríkjunum 17. apríl 2011 og önnur serían, sem var að hluta til tekin upp á Íslandi var frumsýnd 1. apríl síðastliðinn. En í dag samþykkti HBO sjónvarpsstöðin sem framleiðir þættina að hefjast eigi tökur á þriðju seríunni.
Þættirnir eru byggðir á skáldsöguseríu, A Song of Ice and Fire, eftir bandaríska höfundinn George R. R. Martin og eru þættirnir nefndir eftir fyrstu bókinni sem kom út árið 1996. Fyrsta sería fjallar um atburði sem gerast í bókinni Game of Thrones en sería tvö fjallar um atburði úr bók númer tvö í röðinni A Clash of Kings. Sería þrjú verður því að sjálfsögðu samin út frá þriðju bókinni A Storm of Swords.

Það má því velta því fyrir sér hvort seríurnar verði sjö talsins eins og bækurnar eru margar en höfundur bókanna er að vinna í sjöttu bókinni og hefur nú þegar tilkynnt að sú sjöunda er einnig í vinnslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir