Þrír gestir

Ætli ég fá þessa engla í heimsókn?
Ég var beðin um það um síðustu helgi að taka að mér þrjá gesti í fimm daga. Ég þáði það og var mér sagt að þeir kæmu til mín sunnudaginn 14. febrúar næstkomandi kl 22:30.
Það sem að ég hefði kannski átt að minnast á fyrr er að þetta eru þrír englar. Nánar tiltekið þá snýst þetta um keðjubréf þar sem að maður fær þrjá engla sem að maður á að hafa hjá sér í fimm daga og senda svo til þriggja manneskna sem að manni þykir vænt um. Tekur það englana fimm daga að komast til manns og maður hefur þá í fimm daga.


Englarnir ætlast ekki til neins af manni öðru heldur en því að bæta heiminn og sjálfan sig. Áður en að englarnir koma til manns þá á maður að vera með tilbúið eitt hvítt blóm, hvítt kerti, eitt epli og þrjár óskir sem að maður skrifar niður og setur í umslag og hefur þetta á borði á meðan að englarnir eru í heimsókn.


Sagan á bak við þessa engla byrjaði þegar kona frá Þýskalandi sem var miðill og fékk heimsókn frá þremur englum sem urðu fyrir innblæstri frá bíómynd sem hét Pay it Forward og kom út árið 2000. Myndin fjallaði um dreng sem fékk það heimaverkefni í skólanum að reyna bæta heiminn. Ákveður drengurinn að hjálpa þremur manneskjum með eitthvað sem þær ráða ekki við sjálf, svo eiga þessar þrjár manneskjur að hjálpa einhverjum þremur og svo koll af kolli.


Þetta keðjubréf snýst um nákvæmlega það sama nema maður sendir engla í staðinn fyrir að hjálpa manneskjunni beint. Hefur þetta keðjubréf mjög góðan boðskap á bak við sig. Og ekkert illt kemur fyrir þann sem að brýtur keðjuna, eins og gerist með sumhver keðjubréf.


Ólíkt öðrum keðjubréfum sem að ég fengið (og yfirleitt brotið) þá ég hlakka til að fá þessa engla í heimsókn og eru mínar óskir tilbúnar og komnar í umslagið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir