Þurfum að taka inn þrefalt til fjórfalt magn af D vítamíni

D Vítamín er okkur nauðsynlegra en áður var talið
Michael F Holich skrifaði bókina The vitamin D solution eftir 30 ára rannsóknarstarf. Niðurstöður hans eru birtar í bókinni og þær sýna að flestir eru með of lítið D vítamín í blóðinu og D vítamín neysla er of lítil.  Í bókinni er bent á að of lítið D vítamín í líkamanum getur verið orsök margra krónískra sjúkdóma eins og offitu, sykursýki, þunglyndi, vefjagigt en einnig lífshættulegra sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma og krabbameina.  

Í bókinni er einnig bent á að D vítamínskortur geti einnig orsakað bakverki í mjóbaki.  

Um 75% íbúa á norðurhveli þjást af D vítamínskorti. Fólk notar mikla sólarvörn vegna herferða gegn húðkrabbameini. Minni neysla á feitum fiski og fiskafurðum eins og lifur. En fyrst of fremst er það vegna þess að áhrif sólarinnar eru minni á norðlægum breiddargráðum.

Venjuleg manneskja getur framleitt allt sitt D vítamín sjálf sé líkaminn óvarinn í sól í um 20 mínútur daglega. Þegar talað er um óvarinn er talað um að nota ekki sólarvörn eða önnur krem sem hylja húðina.  Best er að vera úti þegar sólin er hæst á himni.  Líkaminn þarf nokkrar vikur til að framleiða allt það D vítamínmagn sem hann þarf á ársgrundvelli.  

Sveinbjörg Halldórsdóttir Næringarfræðingur hjá Actavis bendir fólki á að láta mæla D vítamín í blóði hjá lækni til að komast að því hvort að vanti upp á D vítamínbyrgðir líkamans, ef svo er, er gott að fara eftir ráðleggingum Holick í bókinni The vitamin D solution þar sem D vítamín skammtarnir eru þrefalt til fjórfalt hærri en ráðlagður dagskammtur lýðheilsustöðvar.

Holick mælir með þessum dagskömmtum.

0-1 árs                                  400- 1000 a.e  mest 2000 a.e  

1-12 ára                               1000-2000 a.e  mest 5000 a.e  

13 ára og uppúr                1500-2000 a.e  mest 10000 a.e  

Ófrískar konur                  1400 – 2000 a.e  mest 10000 a.e  

Með barn á brjósti          2000-4000 a.e  mest 10000 a.e  

Of feitir einstaklingar sem eru með yfir 30 BMI þurfa tvöfalt til þrefalt magn mest 10000 a.e

Lýðheilsustöð mælir með að fólk taki 400 a.e  daglega , en eldra fólk taki um 600 a.e einingar daglega.  En viðmið lýðheilsustöðvar eru mun lægri en mælt er með í bókinni.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir