Tiger boðar endurkomu sína

Tiger Woods tilkynnti um daginn að hann hyggist taka þátt á Masters-mótinu, en þetta er eitt af fjórum stærstu mótunum í Bandarísku mótaröðinni í golfi. Tiger hefur ekki tekið þátt í neinu móti í fimm mánuði, eða frá því að upp komst að hann hefði haldið margoft framhjá konu sinni.

Einhverjir hefðu haldið að Tiger myndi ekki verða jafn söluvænn eftir að hafa misst ímynd sýna sem heilbrigður íþróttamaður, góður eiginmaður og faðir. Raunin virðist nú vera önnur, talið er að auglýsendur séu tilbúnir að borga helmingi meiri upphæð fyrir auglýsingar á mótinu heldur en undir venjulegum kringumstæðum.

Talið er að slegið verði nýtt áhorfsmet í sjónvarpi á golfmóti, við endurkomu Tiger en búist er við að 20 milljónir manna munu horfa á mótið.  Gamla metið var einmitt sett þegar Tiger vann sitt fyrsta Masters-mót árið 1997 þá fylgdust 17 milljónir manns með.

Ef þessar spár ganga upp, og næst komandi Masters-mót slái áhorfendamet þá mun það sanna orðatiltækið að öll athygli sé góð athygli.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir