Tiger Woods búinn ađ missa ţađ?

Það er fyrrverandi þjálfari Woods, Hank Haney, sem hefur skrifað nýja bók um golfstjörnuna frægu. En í henni dregur hann upp fremur ófagra mynd af Woods og talar meðal annars um stjórnsemi hans og óvirðingu.

Haney segir meðal annars að Woods hafi bannað fyrrverandi eiginkonu sinni, Elin Nordgren, að brosa á golfvellinum ef hann stóð uppi sem sigurvegari, þar sem honum fannst það sjálfsagt mál og að leikurinn hefði ekki getað farið öðruvísi. Haney talar um það að hjónabandið hafi orðið kalt og samskipti þeirra hjóna verið mjög stíf.

Einnig talar Haney um það að ekki hafi Woods bara sýnt Nordgren þessa óvirðingu, heldur hafi hann einnig yfirgefið veitingastaði án samviskubits þó svo að fólkið sem var með honum að snæðingi sæti enn að borða.  Nordgren þurfti þá einnig að hætta að borða ef Woods var búinn.

Haney er viss um það að frægðin hafi stigið Woods til höfuðs.

Woods hefur látið frá sér að bókin valdi honum miklum vonbrigðum því hann hafi unnið mikið með Haney og treyst honum sem vini.  Hann hefur lítið annað viljað tjáð sig um útkomu bókarinnar, en hún er væntanleg í verslanir síðar á þessu ári.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir