Til hamingju með daginn konur

Í dag er konudagurinn og dagurinn í dag markar upphaf Góu samkvæmt gömlum hefðum.

Ég er kona, móðir, eiginkona, vinkona og svo margt margt fleira, og er rosalega stolt af því að vera kona. Ég er eina konan á mínu heimili þar sem að ég hef alið af mér tvo yndislega drengi og jú eiginmaðurinn er karlmaður.

Það er dálítið sérstakt að vera eina konan á heimilinu, ég skil ekki alveg allt "strákastöff", en reyni eftir fremsta megni að skilja það-þar sem að jú enn og aftur ég er eina konan á heimilinu og pabbinn er ekki alltaf við hlið mér til þess að útskýra eitt eða annað sem ég skil bara ekkert í.

Við kynin erum öðruvísi, því verður ekki neitað, ég er til dæmis mikil dama og finnst gaman að gera mig fína og sæta og vill hafa allt frekar tip top í kringum mig....................og þá koma gaurarnir við sögu, þeir skilja þetta bara alls ekki, "hvers vegna að taka til þegar það verður hvort eð er draslað allt aftur út eftir smá stund", þá er oft fátt um svör hjá dömunni; "af því bara" og "ég vill hafa það svona". 
Snyrtipinninn ég höndla illa drasl og óreiðu, enn stundum þarf maður bara að telja upp á tíu og anda inn og anda út og þykjast ekki sjá draslið og stundum þarf maður bara að koma sér í "gaura" gírinn og láta sig hafa það, skella sér í pollagallann og hoppa í pollum eða láta eins og asni og hoppa og skoppa út um allt hús með tónlistina í botni.

Kæru konur, innilega til hamingju með daginn okkar og ég vona að þið njótið hans vel og munið að við erum ólík og við megum alveg vera dömur og fínar og sætar-þó að heimilið sé fullt af gaurum, því við erum jú KONUR.


Rannveig Jónína Guðmundsdóttir.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir