Tilgangslaust stjörnufár

Mynd: www.society.ezinemark.com

Á mínu daglega vafri á veraldarvefnum leiðist ég oftar en ekki út í það í að fara og skoða líklega þá allra ómerkilegustu hluti sem til eru, eða stjörnurnar. Nei, ekki þær sem skína svo bjart upp á himnum heldur hinar sem við leyfum okkur öll að hafa skoðanir á. Þessi sérþjóðflokkur sem við elskum að elska og elskum að hata!

Hvað er að gerast heima hjá Charlie Sheen þessa dagana? Ætli Jennifer Aniston eignist einhvern tíma barn? Verða Beyonce og Jay -Z góðir foreldrar, ætli þau fái sér barnapíu sem vaknar á nóttunni með barninu svo þau geti fengið sínn 8-tíma svefn?
Á augabragði er ég orðin tískulögga, klæðaburður og hárgreiðsla er rökkuð niður í huganum á meðan ég hendist í gegnum myndirnar frá Golden Globe en það var einmitt á slíku vafri sem ég tók eftir að Brad Pitt gekk við staf við hlið sinnar lýtalausu Angelinu . Ég fór umsvifalaust í það verkefni að "gúggla"  afhverju maðurinn væri haltur, hafði hann lent í slysi, fór hann í aðgerð, var þetta varanlegt? Markmiðið var augljóst, ég skyldi komast að því af hverju greyið maðurinn aðeins 48 ára gamall gengi við staf.“ Why does Brad Pitt use cane“... ég elska google því svörin létu ekki á sér standa, Guði sé lof, ekkert varanlegt, hann var bara í skíðaferðalagi með fjölskyldunni og datt með dóttur sína í fanginu og tók á sig aukabyltu við það að bjarga henni, þessar upplýsingar voru nú ekki til þess að fá mig til þess að elska hann minna, þvílík hetja!
Af hverju í ósköpunum langar mig til þess að vita þetta?  Hvað er það sem fær okkur til þess að hafa þennan gríðarlega áhuga á fræga fólkinu? Er áhuginn okkar þörfin til að staðreyna að þau séu bara fólk eins og við?  Við verðum aldrei eins illkvittnislega glöð og fegin og þegar skín í appelsínuhúð á nærbuxnalausri Britney að stíga útúr limmu eða hvað það gladdi mitt litla hjarta þegar myndir birtust af Lindsay Lohan og vesalings tanngarðinum hennar...gersamlega ónýtar.  Litla Lindsay brást að vísu skjótt við skellti sér í viðgerð og brosir nú colgate brosi við hverjum sem vill myndir af henni taka svona inná milli sem hún mætir í réttarsal og situr af sér nokkra klukkutíma í fangelsi fyrir hin og þessi brot… Það verður ekki eins óhuggulega mikill munur á "okkur" og "þeim".. .en bara í smá stund :)


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir