Tilvonandi mannfræðingur spennt fyrir framtíðinni

Mannfræðin.
„Þetta er eiginlega svona millibilsástand hjá mér. Ég er nýflutt heim til Íslands eftir að hafa verið búsett erlendis í 3 ár. Ég stefni svo á að hefja nám í haust í mannfræði eða þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þetta er eiginlega bara til að koma mér aftur af stað í skóla“ segir Arnbjörg Jónsdóttir, nemi í félagsvísindum í HA um ástæðu þess að hún valdi það að læra í HA.
Arnbjörg hefur mikinn áhuga á skoða atferli fólks. Henni finnst mannfræði og þjóðfræði 
meira heillandi heldur en sálfræði. „Ég vil rannsaka hvað fólk gerir og hvernig það hagar sér, en ekki af hverju eins og sálfræðin reynir að skýra.“

Bendir hún á að Jón Haukur Ingimundarson, kennari við HA, sé í sérstöku uppáhaldi hjá henni þar sem hann er menntaður mannfræðingur. Hún situr hjá honum áfanga sem snýst um eigindlegar rannsóknaraðferðir og unir sér vel.

Hvað varðar framtíðina er Arnbjörg frekar óviss með hvað hún ber í skauti sér. „Það er svo erfitt að segja hvar maður stendur eftir 10 ár. Ég vona að ég verði þá annað hvort starfandi mannfræðingur eða þjóðfræðingur, það finnst mér spennandi.“ segir Arnbjörg kát í bragði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir