Tilvonandi þyngsta kona heims ætlar að giftast kokki

Susanne og Parker

Hin 33 ára tveggja barna móðir Susanne Eman stefnir að því að verða þyngsta kona í heimi, yfir 730 kíló, hefur nú tilkynnt að brúðkaup sé á næsta leiti.

Parið kynntist á internetinu á síðasta ári og eftir að hafa skrifast á í nokkra mánuði ákvað Parker, tilvonandi maki Susanne, að flytja inn til hennar. Þau búa nú í Arizona ásamt sonum Susanne, Brendin sem er 13 ára og Gabriel 17 ára.

Susanne vóg við síðustu læknisskoðun yfir 340 kg og á því eftir að þyngjast talsvert til þess að ná markmiði sínu sem ætti nú ekki að vera vandamál með tilkomu kokksins Parker.


Parker segist sáttur við markmið Susanne um að verða þyngsta kona í heimi og segist elska að elda fyrir hana. Hann sjái hvað það geri hana hamingjusama að borða og hann hafi aldrei hrifist af henni frá því að hann sá fyrstu myndina af henni. Hann segir að konum sé ætlað að vera með ávalar línur og hann hafi aldrei verið hrifinn af grönnum konum.

Susanne segir að eldamennska Parker hafi verið eitt af því sem heillaði hana í upphafi, hann sé dásamlegur kokkur og hún elski matinn sem hann eldar fyrir hana. Hann gerir einnig megnið af heimilisstörfunum, fer með hana í gönguferðir og í sund og hjálpar henni við að versla í matinn.


Susanne stefnir á að reyna að verða ekki rúmföst þrátt fyrir mikla þyngd og gerir því æfingar reglulega, hún finnur það þó að hún á orðið erfiaðara með gang og þarf orðið meiri hjálp frá Parker við daglegar athafnir.

Takist Susanne ætlunarverk sitt verður hún þyngri en núverandi titilhafi, Carol Ann Yager, sem dó árið 1994 eftir að nýru hennar gáfu sig vegna ofþyngdar Carol Ann. Læknar hafa varað Susanne við og sagt henni að hún sé að spila rússneska rúllettu með eigið líf en Susanne segist ekki hafa neinar áhyggjur. Hún reyni að borða eitthvað af hollum mat og geri æfingarnar sínar og ætli því að reyna að sanna það að það að vera feitur þurfi ekki að vera slæmt. 

Parker segist styðja tilvonandi eiginkonu sína heilshugar svo lengi sem hún sé ánægð og heilbrigð.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir