Timberlake og Biel hćtt saman

Justin Timberlake og Jessica Biel
Nýjustu fregnir herma að stjörnuparið Justin Timberlake og Jessica Biel séu endanlega skilin eftir þriggja ára samband, að því er heimildir Sunday Mirror herma. Þrálátur orðrómur hefur verið að undanförnu um vandamál þeirra í einkalífinu en nú virðast þau hafa gefist upp á að blása lífi í sambandið. Haft er eftir félaga Timberlake að hann hafi sannarlega haldið að hann hafi fundið hina einu sönnu ást með Jessicu, en söngvarinn og leikarinn hafi ekki haft á réttu að standa.

"Þau hafa bæði verið á kafi í vinnu og segjast ætla að vera vinir áfram, það var engin rómantík í þessu lengur. Þetta er þeirra sameiginlega niðurstaða, að best væri að hætta þessu þar sem sambandið var ekki að þróast út í hjónaband eða barneignir," er haft eftir heimildamanni blaðsins.

Justin Timberlake er nú við tökur á kvikmyndinni Bad Teacher þar sem hann leikur á móti fyrrverandi kærustu sinni, Cameron Diaz. Vel hefur farið á með þeim, svo vel að aldrei er að vita nema þau eigi eftir að taka saman að nýju.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir