Tíminn í framsókn

Helgi Þorsteinsson ritstjóri með glóðvolgt blaðið í höndunum.
Vikuritið Tíminn stimplaði sig inn á fjölmiðlamarkaðinn á nýjan leik fimmtudaginn 31. janúar. Tíminn var fyrst stofnaður árið 1917. Blaðið var þá málgagn Framsóknarflokksins og allt til ársins 1996 þegar blaðið var lagt niður. Endurvakning blaðsins vekur því upp þá spurningu hvort sami háttur sé á blaðinu nú og fyrir tæpri öld síðan?                  
Ritstjóri blaðsins Helgi Þorsteinsson þvertekur fyrir að blaðið sé málsgagn Framsóknarflokksins í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 27. janúar. Blaðið er í hans eigu auk ónefndra fjárfesta.„Eina tengingin er sú að ég leigi nafnið af þeim. Ég hef ekki hugmynd um hvað fjárfestarnir kjósa. Það er engin tengin við kjörna fulltrúa.“
               Skjótt skipast veður í lofti og eitthvað virðast áherslur blaðsins hafa breyst á þessum fimm dögum sem liðu frá útgáfu blaðsins og viðtalinu við Helga.  Forsíða blaðsins er þakin af Frosta Sigurjónssyni sem leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Fyrir miðju er heil opna þar sem hann er tekinn tali um ýmis málefni. Það er ekki allt. Þegar blaðinu er flett á síðu fjögur blasir við formaður flokksins í faðmlögum og pósu í stjórnmálapartý á dögunum. Neðar á síðunni er síðan pistill þar sem málefnum flokksins er komið á framfæri. Sigurður Ingi Jóhannesson skipar fyrsta sæti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Hann fékk sitt pláss í blaðinu og talar um drekasvæðið í heilsíðu frétt. Enginn stjórnmálamaður úr öðrum flokki fær að eiga orð í blaðinu að þessu sinni.
                

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir