Tískustríð í Reykjavík

Hér má sjá svipaðan kjól og Eva María skartaði. Mynd frá Júníform.

Upp hefur sprottið sú allra sérkennilegasta staða í tískuheiminum á Íslandi í dag en eins og glöggir einstaklingar hafa kannski tekið eftir hefur komið upp ágreiningsmál milli Lindu Bjargar fagstjóra Listaháskóla Íslands og Birtu Björnsdóttur eiganda og hönnuðar verslunarinnar Júníform á Laugavegi.

Um er að ræða bréf sem Linda sendir frá sér þar sem hún lýsir á ósmekklegan og frekar dónalegan hátt, því yfir að tískuslys eigi sér stað hjá RÚV reglulega og ávítar Evu Maríu og Ragnhildi fyrir arfaslakan fatasmekk þeirra.

Svo hljóðar þetta bréf frá Lindu Björg sem hún sendi til Evu Maríu og Ragnhildar ásamt því að láta eitt eintak flakka til Fréttablaðsins þar sem það var birt í gær 17. Júní 2010.

“Sæl. Þið stöllur voruð í einhverjum ljóstustu kjólum sem ég hef séð í kvöld í sjónvarpinu.Þið hjá RUV berið þá ábyrgð að sýna ávalt það sem er best í menningu, hönnun og listum. Ykkur tókst í kvöld að upphefja eitthvað það versta sem er að gerast í fatahönnun á Íslandi og sýna stórkostlegan skort á fagmennsku og það ekki í fyrsta skipti.þetta myndi ekki gerast hjá BBC. Kveðja.Linda Björg Árnadóttir. Fagstjóri í fatahönnun við LHÍ"

Gekk þetta svo langt fram af fólki að meira mátti heyra um þessa frétt á Stöð 2 í gærkvöldi. Þetta sérkennilega fréttaefni hefur nú liðið um þjóðina og vakið hin ýmsu viðbrögð, sérstaklega meðal þeirra ótalmörgu sem eru aðdáendur Birtu og hennar verka.

Birta brást hinsvegar við með því að senda frá sér bréf til Listaháskólans þar sem hún fer fram á tafarlausa afsökunarbeiðni frá þeim á þessum ófaglegu ummælum sem Linda lætur frá sér fara. Má þar á meðal finna þessi orð hennar;

“Hvað er í tísku og hvað er góð hönnun eða slæm? Hefur Listaháskólinn það vald að segja til hverju sinni hvað það er sem er í tísku, sérstaklega á þann hátt sem gert hefur verið nú? Hvað gefur hönnuði nægan trúverðugleika til að dæma hönnun annarra hönnuða á sama markaði á þennan hátt? Það er eitt að hanna stöku kjól fyrir sýningar og viðburði en annað að halda úti vel reknu fatamerki á íslenskum markaði eins og Júniform hefur ætíð gert. Að hanna falleg föt sem fólk vill kaupa og klæðast er engin hægðarleikur. Það ætti Linda að vita manna best því skemmst er að minnast vofveiflegs gjaldþrots fatamerkis hennar, Crylab, þar sem sviðin jörð og kröfur í tómt þrotabú var það eina sem sat eftir. Hvaða alvöru hönnuður hannar föt sem enginn vill kaupa? Það er auðvelt fyrir hana að standa í sínum fílabeinsturni og níða þá sem vel gengur að selja hönnun sína.”

Ásamt þessum ummælum fer Birta ítarlega yfir stöðu sína og framfarir með Júníform, fyrirtækið sitt sem hefur hiklaust staðið sig vel þessi síðustu ár og vakið mikla athygli á landsvísu. Birta segir að það sé gróflega brotið á sér og henni finnist þessi ummæli gróf komandi frá Lindu sem sé ekki bara fatahönnuður heldur einnig fyrirmynd Listaháskólans og eigi síður en svo að láta heyra af sér á þennan “ómálefnalega hátt”.

Þess má geta að Linda Björg hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum og meðal fatahönnuða á árum áður, t.d. með að sigra alþjóðlega fatahönnunarkeppnir árið 1995 þar sem hún hannaði kjól úr kindavömbum, spurning hvaða tískuslys það hafi verið? En hefur getið sér gott orð með hönnun búninga fyrir kvikmyndir og leikhús, á að baki samstarf við kvikmyndafyrirtæki og hina ýmsu listamenn. Synd að vera komin svo hátt upp í Fílabeinsturnin að útsýnið niður sé ekki betra en þetta.

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir