Títaníumkylfur gætu reynst eldhætta á golfvöllum

Tólf akra eldur sem sem kveiknaði á Shady Canyon G

Títaníum golfkylfur geta valdið skóg- og sinueldum segja vísindamenn. Þetta kemur fram í grein sem gefin var út af ritrýnda tímaritinu „Eldar og efni“ (e. Fire and Materials).

Þegar golfkylfa, sem er húðuð með léttum málmi, er sveifluð og hittir í stein, verður til neisti. Þessi neisti getur orðið meira en 1500°C heitur, sem er meira en nóg til að kveikja eld, séu aðstæður réttar. Á flestum kylfum er hausinn gerður úr rýðfríu stáli, þó er talsvert framleitt af kylfum sem innhalda títaníum-álblöndu í hausnum. Slíkar málblöndur eru um 40% léttari, sem auðveldar kylfingum sveifluna.

Ósjaldan finna kylfingar sig utan golfbrautarinnar, nálægt grjóti, og þurfa þeir að gæta sérstakar varúðar sé svæðið þurrt. Þegar kylfan hittir boltann getur nálægt grjót rispað títaníum agnir frá hausnum, sem svo bregðast við súrefni og nitur úr andrúmslofti. Við þetta verður til óhugnarlegt magn af hita og kveiknar í laufskrúði. Þegar hefðbundnar kylfur úr ryðfríu stálu eru notaðar má ekki sjá þessi viðbrögð.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir