Tíundi hver bćjarbúi á djammiđ

Árshátíđarplakat Akureyrarbćjar

Þessa helgina lætur nærri að um 10% af íbúafjölda Akureyrar mæti á árshátíð. Þrjár stórar árshátíðir verða haldnar í bænum þessa helgi og eins og segir á vef N4 er áætlað að þær sæki samtals 1750 manns. Nú stendur yfir árshátíð Verkmenntaskólans á Akureyri í Íþróttahöllinni og þar er gert ráð fyrir hátt í 300 gestum. 

Annað kvöld, laugardag 3. mars heldur Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri árshátíð sína í Sjallanum og reiknað er með 250 gestum þar. Árshátíðin verður í stíl fimmta áratugarins og mun klæðaburður frá því tímabili væntanlega setja skemmtilegan svip á samkomuna. Veislustjórn verður í höndum Þórhalls Þórhallssonar og Hljómsveitin SSSól leikur fyrir dansi.

Árshátíð Akureyrarbæjar verður sama kvöld í Íþróttahöllinni og þar er gert ráð fyrir 1200 gestum í það minnsta. Þema árshátíðarinnar er „heimurinn undir“ og má gera ráð fyrir að fjölbreytni ríki í borðskrauti og búningum veislugesta. Ekki dugir minna en tvær hljómsveitir á svona stórhátíð en það verða hljómsveitirnar Einn og sjötíu og Hvanndalsbræður sem sjá um að halda uppi fjörinu. Veislustjóri verður Hildur Eir Bolladóttir.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir