Töff Múndering

Þorkell Hugi, sonur Eidísar í buxum sem hún hannar og saumar.
Eidis Anna Björnsdóttir er Akureyringur í húð og hár. Hún er fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands og er að læra grafíska hönnun í Myndlistaskólanum á Akureyri. Undanfarin ár hefur hún hannað, saumað og selt fatnað undir merkinu Múndering og leggur hún áherslu á kvenfatnað en einnig buxur á börn.

Mikil gróska í íslenskri hönnun. 
Eidís selur fötin sem hún hannar og saumar í gegnum Facebook-síðuna Múndering og hefur verið að hanna og sauma föt í rúm 10 ár. Blaðamanni lá forvitna á að vita hvort hún hefði fundið fyrir auknum áhuga fólks á íslenskri hönnun í kjölfar hrunsins? ,, Já og nei" svara Eidís ,,það er mikil gróska núna og hefur verið í mörg ár." Hún segir að sem betur fer hafi fólk farið að meta betur það sem er að gerast á landinu eftir hrun. ,,Það er mikið spáð og spögulerað í því hvað ungir og nýútskrifaðir hönnuðir eru að gera, sem er frábært." 

Nafnið komið frá mömmu
 En hvaðan kemur nafnið Múndering? ,,Það kemur frá því að mamma mín spurði mig oft, þegar ég var að fara út, í hvaða múnderingu ertu eiginlega í núna?" Eidís segist fá innblástur alls staðar frá þegar kemur að því að hanna fötin sem hún vinnur að og að hún hafi mjög gaman af því að gera barnabuxurnar með prenti eftir sjálfa sig. Einnig saumi hún kjóla, buxur og klúta. ,,Ég er ekki klæðskeri" segir Eidís ,,en ég sauma það sem ég hanna og mér dettur í hug." 

Vinir og ættingjar ,,auglýsa" 
Múndering er ekki auglýst sérstaklega enda bara verkefni sem hún er að vinna meðfram náminu. En vinir og ættingjar Eidísar eru duglegir að deila síðunni hennar og benda á hana ef einhverjir eru að leita eftir fallegum, töff og þægilegum fötum eftir íslenskan fatahönnuð.


Nánari upplýsingar má finna á Facebook undir Múndering.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir