Tólf ára Garđabrúđa frá Rio De Jeneiro

Natasha Moraes de Andrade er orđin ţreytt á síđu hári sínu

Natasha Moraes de Andrade, 12 ára stúlka frá Rio De Janeiro, Brasilíu,  hefur fengið viðurnefnið Garðabrúða eftir að hafa neitað að klippa á sér hárið allt sitt líf. Hárið mælist nú 150 cm og er því aðeins örfáum sentimetrum styttra en Natasha sjálf.

Natasha sem býr ásamt fjölskyldu sinni í fátækrahverfi í Rio De Janeiro hefur aldrei klippt á sér hárið og segir mikla vinnu felast í því að hugsa um allt þetta hár. Hún fer með heilan brúsa af sjampói og eyðir fjórum klukkustunum á viku í það að þvo á sér hárið, það tekur hana svo einn og hálfan tíma á dag að greiða úr öllu hárinu.

Í upphafi var mamma Natöshu hvött til að klippa ekki hárið hennar þar sem það væri svo þykkt og fallegt en nú sjái hún hvað allt þetta mikla hár er heftandi fyrir dóttir sína og hvetur hana eindregið til að klippa það af. Natasha getur ekki tekið þátt í íþróttum eða farið í sund í sjónum útaf hárinu sínu, auk þess sem hún verður fyrir áreiti úti á götu þar sem fólk kallar á eftir henni og vill fá að strjúka hárinu hennar.

Natasha segist nú  hafa fengið nóg af öllu þessu hári, það sé erfitt að hugsa um það og leiðinlegt að geta ekki stundað íþróttir og gert annað skemmtilegt sem jafnaldrar hennar gera. Hún hefur nú þegar fengið boð upp á 1750 pund en vonast til að geta fengið meira fyrir hárið á sér og peningana ætlar hún að nota til að betrum bæta líf sitt og fjölskyldunnar. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir