Tölvuárásir lömuđu margar af stćrstu heimasíđum veraldarvefsins

Sviđsett mynd

Margir vöknuđu eflaust viđ vondan draum ţann 21. október síđastliđin, ţegar margar af vinsćlustu heimasíđum internetsins voru óađgengilegar megniđ af deginum. Um er ađ rćđa eina af breiđustu tölvuárásum sögunnar ţar sem margar af vinsćlustu heimasíđum internetsins lágu niđri. Ţá ber helst ađ minnast á Amazon, CNN, Imgur, Netflix, PayPal, Playstation Network, Reddit, Soundcloud, Spotify, Tumblr, Twitter, Visa og Xbox live, en ţetta mun ađeins vera rjóminn af ţeim síđum sem urđu fyrir áhrifum árásarinnar.

Um er ađ rćđa tölvuárás af taginu DoS (Eđa Denial-of-Service) sem gerđ var á Lén-fyrirtćkiđ Dyn, sem sinnti ţjónustu ţessarar heimasíđna í stćrsta hluta Bandaríkjanna og Evrópu. Ţađ fól í sér ađ gríđarlegur fjöldi IP-netfanga heimsóttu síđuna á sama tíma, eđa hátt í tug milljóna slíkra, ađallega rakiđ úr nettengdum hlutum eins og myndavélum, netkössum eđa jafnvel hitamćlum sem innihéldu vírus af taginu Mirai. Ţessi margföldun á heimsóknum gerđi ţađ ađ verkum ađ álagiđ var síđunum um megn og skildi ţau eftir lömuđ.

Tölvuhakkarahópurinn New World Hackers hafa yfirlýst sig ábyrga fyrir árásinni, en ekki hafa yfirvöld stađfest ađ um svo sé.

Lesendur landpóstsins urđu hinsvegar ekki varir viđ neitt, ţar sem ţeirra síđa slapp sem betur fer undan árásum hakkaranna.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir