Tom Cruise og Morgan Freeman á leið til Íslands

Universal er um þessar mundir að framleiða mynd sem fær nafnið Oblivion. Myndin verður tekin upp hér á landi í sumar og er þetta dýrasta kvikmynd sem tekin hefur verið upp hérlendis en kostnaðurinn við gerð myndarinnar er talin vera hátt upp í 24,4 milljarðar króna.

Það er stórleikarinn Tom Cruise sem fer með aðalhlutverk myndarinar og leikur hann hermanninn Jak sem er síðasti maðurinn á jörðinni eftir heimsendi. Hann hefur það markmið að gera við vélmenni sem eftir eru á jörðinni og drepa geimverur. Að sjálfsögðu mun hann svo kynnast konu sem breytir hugmyndum hans um lífið og tilveruna.

Aðrir leikarar í myndinni eru Morgan Freeman, Olga Kurylenki og Andreu Riseborough. Leikstjóri myndarinnar er Joseph Kosinski sem leikstýrði myndini Tron: Legacy sem all flestir ættu að kannast við.

Tökur á Oblivion munu fara fram á Suðurlandi í sumar og verður hún frumsýnd þann 26. apríl í Bandaríkjunum og að öllum líkindum sama dag á Íslandi.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir