Tom Jones lasinn

Tom Jones
Hinn 69 ára gamli Tom Jones átti að halda tónleika í Singapúr og Suður-Kóreu í gær en varð að aflýsa þeim þar sem hann var kominn með barkabólgu. Læknar sögðu honum að raddböndin gætu orðið fyrir verulegum skemmdum ef hann reyndi að syngja. Jones fékk bráða barkabólgu síðastliðinn föstudag en hefur hvílt sig í Singapúr undanfarna daga. Læknir hans þar fylgist vel með honum. 

Jones hafði áformað að fara í tónleikaferð til Suður-Afríku í næstu viku en ekki er ljóst hvort af því verði. 

ÞER

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir